Axkid babyfix stóll og base - TILBOÐ

39.990 kr
Virðisaukaskattur innifalinn

Því miður er þessi vara ekki til á lager.

Settu í athugasemd við pöntun hvort þú vilt svartan eða gráan stól. 

Til að fá að máta eða skoða Axkid bílstólana þá er hægt að senda á leiftur@leiftur.is, skilaboð á Facebook eða hringja í síma 869-4954 og bóka tíma. 

Axkid Babyfix ungbarnastólinn veitir góða vörn og öryggi fyrir fyrstu mánuði barnsins. Einnig er það eitt það léttasta á markaðinum eða 3,5 kg. Höfuðpúðinn og mjúku axlapúðarnir tryggja þægilega ferð fyrir barnið. Fyrir þau allra minnstu þá er auka ungbarnainnlegg sem hægt er að fjarlægja þegar barnið eldist.

Axkid Babyfix er vottaður fyrir börn 0-13 kg samkvæmt ECE R44/04. Við mælum alltaf með að byrja á ungbarnasæti og fara svo í bakvísandi stól til dæmis Axkid Minikid þegar það hefur vaxið úr stólnum. Oftast um 7-9 mánaða.

Axkid Babyfix er einfaldast að nota með Axkid babyfix Base. Baseið er þá fest annaðhvort með þriggjapunkta belti bílsins eða ISOFIX festingum. Stólinn smellur svo einfaldlega í baseið og barnið getur haldið áfram að sofa. Til að festa stólinn án base þá notar þú þriggjapunkta belti bílsins í staðin.

Þegar ungbarnasætið er ekki notað í bílnum er hægt að nota það sem ruggustól, matarstóll eða burðarstóll þökk sé handfanginu sem hægt er að festa á fimm mismunadi vegu. Sólskyggnið er með auka flipa sem hægt er að færa út til að verja barnið fyrir sólinni.